10 manna samkomutakmarkanir munu taka gildi nú á miðnætti. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, á fundi ríkisstjórnarinnar um sóttvarnaraðgerðir sem fram fer þessa stundina í Hörpu. Munu takmarkanirnar gilda í þrjár vikur.

Staðnám á grunn, mennta- og háskólastigi mun ekki vera heimilt fram að og fram yfir páska. Fleira sem kom fram í máli ráðherra:

  • Trú og lífsskoðunarfélög fá taka á móti 30 gestum
  • Sund- og baðstaðir, og líkamsræktarstöðvar verða lokaðar
  • Íþróttir barna og fullorðinna, þar sem stafar hætta á snertismiti, eru óheimilar
  • Leikhúsum og bíó loka, sem og skemmtistaðir, krár og spilakassar
  • Veitingastaðir mega hafa opið til 22, með hámarki 20 gestum
  • Stærri verslanir mega taka á móti að hámarki 50 manns og færri í minni verslunum
  • Hársnyrtistofur og snyrtistofur fá áfram að vera með opið

Jafnframt kom fram í máli Svandísar að standi til að hefja bólusetningar á ný með bóluefni AstraZeneca.