Sambíóin ætla að segja upp 10 manns á Selfossi og loka bíóinu þar í bæ. Ástæðuna segir Alfreð Árnason hjá Sambíóununm vera gömul tæki á Selfossi. Þar eru 35 mm vélar en flestar myndir í dag eru á stafrænu formi samkvæmt Árna. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðs Suðurlands, DFS.

Sambíóin hafa rekið bíóið á Selfossi frá árinu 2006 en eigandi húsnæðisins er Hótel Selfoss. Ekkert bíó verður starfrækt á Selfossi frá og með nóvember á þessu ári.