Stórveldi heimsins gerðu á dögunum samkomulag við Íran þar sem þeir síðarnefndu lofa að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni og í staðinn verður viðskiptaþvingunum aflétt.

Ein af mest umræddu hliðarverkunum samstarfsins er sú staðreynd að írönsk olía mun nú aftur fara á heimsmarkað. Það er þó athyglisvert að segja frá því að Íran er ekki einu sinni einn af topp þremur olíuframleiðendum heims.

Michael Cohen, hrávörugreinandi hjá Barclays bankanum, tók saman þau tíu lönd sem eiga hvað mestar olíubirgðir sem vitað er um.

10. Nígería (37,14 milljarðar tunna)

9. Líbýa (48,47 milljarðar tunna)

8. Rússland (80 milljarðar tunna)

7. Sameinuðu arabísku furstadæmin (97,8 ma. tunna)

6. Kúveit (104 ma. tunna)

5. Írak (140,3 ma. tunna)

4. Íran (157,3 ma. tunna)

3. Kanada (173,2 ma. tunna)

Kanada flytur mest af olíu sinni til Bandaríkjanna og Evrópu og er stærsti útflytjandi olíu til þeirra fyrrnefndu.

2. Sádí Arabía (268,4 ma. tunna)

Sádí Arabía hefur verið lykilmaður á olíumarkaði undanfarin ár og átti stóran þátt í því að olíuverð lækkaði svo mikið á síðasta ári. Það gerðist vegna þess að landið neitaði að minnka framboð sitt.

1. Venesúela (297,7 ma. tunna)

Þrátt fyrir gríðarlegar olíuauðlindir ríkir mikil fátækt í Venesúela. Olía telur um 96% af útflutningi þjóðarinnar, 40% af ríkistekjum og 11% af landsframleiðslu.