Átak ríkisskattstjóra, ASÍ og SA til þess að kortleggja svarta atvinnustarfsemi hefur leitt í ljós að 12% starfsmanna þeirra 2.136 vinnustaða sem heimsóttir voru stunda svarta vinnu. Hjá meira en helmingi rekstraraðila var tekjuskráningu ekki rétt háttað og þurfti að veita fjórðungi leiðbeiningar. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Þar er haft eftir verkefnisstjóra átaksins hjá ríkisskattstjóra að eftirlitsúrræði skorti og að 10 milljarða skatttekjur glatist árlega vegna svartrar atvinnustarfsemi.