Kaffibarinn skilaði rúmlega 10 milljóna króna hagnaði vegna ársins 2011 miðað við ársreikning félagsins. Það er nokkur
aukning frá fyrra ári en 2,5 milljóna króna hagnaður var af rekstrinum árið 2010. Þrátt fyrir ágætis afkomu undanfarin tvö ár skuldar félagið meira en sem nemur eignum þess og er eigið fé félagsins neikvætt um rúmar 48 milljónir króna.

Helstu eignir félagsins eru í fasteignum sem metnar eru á 148 milljónir í ársreikningi en samtals eru eignir þess um 237 milljónir króna. Félagið skuldar að sama skapi rúmar 182 milljónir vegna skuldabréfaláns auk annarra skulda sem nema um 102 milljónum. Félagið er að öllu leyti í eigu Jóns Páls Ásgeirssonar, samkvæmt ársreikningi Kaffibarsins.