*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Innlent 7. júlí 2019 17:02

10 milljóna tap Nauthóls

Tap Nauthóls nam rúmlega 10 milljónum króna á síðasta ári, samanborið við 732 þúsund króna hagnað árið áður.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Félagið GJ veitingar ehf., sem rekur veitingastaðinn Nauthól, tapaði rúmlega 10 milljónum króna á síðasta rekstrarári samanborið við 732 þúsund króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur veitingastaðarins námu tæplega 457 milljónum króna og stóðu nánast í stað frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu 469 milljónum króna. Eignir námu 77 milljónum króna og eigið fé veitingastaðarins var neikvætt um rúmlega 3 milljónir króna.

Laun og launatengd gjöld námu tæplega 209 milljónum króna og jukust þau um 10 milljónir frá fyrra ári, en 33 manns störfuðu að meðaltali hjá fyrirtækinu í fyrra. Tómas Kristjánsson er framkvæmdastjóri GJ Veitinga. GJ Veitingar eru í eigu H-14 ehf., en fyrrgreindur Tómas á 50% hlut í því félagi. Eiginkona hans, Sigrún Guðmundsdóttir, á hin 50% í félaginu.

Stikkorð: uppgjör Nauthóll