„Við seljum á milli 100 til 200 þúsund kassa af konfekti fyrir hver jól,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Siríus, um söluhæsta mánuðinn hjá þeim sem er desember. Kristján Geir segir sama fólkið vinna í konfektinu og páskaeggjunum svo þeir ná að dekka þennan annasama tíma vel án þess að fjölga starfsfólki.

Kristján Geir segir fólk eiga von á góðu nú fyrir jólin. „Núna um jólin munum við í fyrsta skipti bjóða upp á jólaútgáfu af Nizza með piparkökukurli, einnig verðum við með rjómasúkkulaði með frönsku núggati og síðan jólaútgáfu af pippi með irish cream fyllingu sem er tilvalið í sósur fyrir jólin.“