Eins og vitað er býr Zimbabwe við gríðarháa verðbólgu. Nýjasta útspil stjórnvalda þar í landi til að sporna gegn henni er að kynna til sögunnar nýjan gjaldmiðil. Hann gengur í gildi 1. ágúst næstkomandi.

Til stendur að taka núll aftan af gjaldmiðlinum, sem nefnist Zimbabwe-dalur. Í þeim efnum verður ekki látið nægja að taka eitt núll heldur verða tekin tíu núll af, þannig að 10 milljarðar dala verða 1 dalur.

Í síðustu viku var gefinn út nýr 100 milljarða dala seðill.

Í tilkynningu frá Seðlabanka Zimbabwe segir að háar upphæðir geri tölvum landsins erfitt fyrir. Bankar átt í vandræðum með að höndla millifærslur upp á billjónir dala.