Tímaritið Forbes birti í gær lista sinn yfir 400 ríkustu menn Bandaríkjanna.

Í efsta sætinu er Bill Gates stofnandi Microsoft. Eignir hans eru metnar á 54 milljarða dala og hafa aukist um 4 milljarða dala sl. árið.

Warren Buffett, stærsti eigandi fjárfestingafélagins Berkshire Hathaway, er í öðru sæti. Eignir hans eru metnar á 45 milljarða dala og hafa aukist um 5 milljarða dala frá því í fyrra.

Í þriðja sæti er Lawrence Ellison, einn af stofnendum og forstjóri hugbúnaðarrisans Oracle. Eignir hans eru metnar á 27 milljarða dala og eru óbreyttar milli ára.

Í 5. og 6. sæti eru tveir af fjórum sonum, Fred Koch, annars stofnanda orkufyrirtækisins Koch Industries sem er eitt veltumesta fyrirtæki Bandaríkjanna. Eignir sonanna Charles og David eru metnar á 21,5 milljarð dala hvor og hafa aukist um 5,5 milljarða dala milli ára.

Athygli vekur að allir afkomendur Samuel Moore Walton stofnanda Wal-Mart verslunarkeðjunnar eru á listanum. Börn hans Jim Walton, Alice Walton og S Robson Walton eru í 7.-9. sæti listans og eiga þau öll í kringum 20 milljarða dala. Fjórða systkinið, John T. Walton, lést árið 2005. Christy Walton ekkja hans og fjölskylda eru í 4 sæti listans og eru eignir þeirra metnar á 24 milljarða dala. Hafa þær aukist um 2,5 milljarða dala milli ára.

Micheal Bloomberg, stofnandi Bloomberg og núverandi borgarstjóri New York borgar er í 10 sæti listans. Eignir hans eru metnar á 18 milljarða dala og hafa aukist um 500 milljónir dala milli ára.

Listinn yfir 10 ríkustu menn Bandaríkjanna er þannig:

  1. Bill Gates $54 millj. Microsoft + $4 millj.
  2. Warren Buffett $45millj. Berkshire Hathaway + $5millj.
  3. Lawrence Ellison $27millj. Oracle Óbreytt milli ára
  4. Christy Walton og fjöskylda $24 millj. Wal-Mart +$2.5 millj.
  5. Charles Koch $21,5 millj. Manufacturing +$5.5 millj.
  6. David Koch $21,5 millj. Manufacturing +$5.5 millj.
  7. Jim C Walton $20,1 millj. Wal-Mart + $500 milljónir
  8. Alice Walton $20 millj. Wal-Mart + $700 milljónir
  9. S Robson Walton $19,7 millj. Wal-Mart + $700 milljónir
  10. Michael Bloomberg $18 millj. Bloomberg + $500 milljónir