Íslendingar héldu áfram að ferðast í miklum mæli til útlanda fyrstu fjóra mánuði ársins, en í sumar varð samdrátturinn í brottförum landsmanna um 10% að því er Túristi greinir frá.

Fækkaði þeim úr tæplega 193,6 þúsund sem fóru til útlanda yfir sumarið í fyrra í 173,6 þúsund í ár. Er það eilítið færri en þeir 178,5 þúsund sem fóru til útlanda sumarið 2017, en fleiri en þeir 166,8 þúsund sem fóru yfir sumarið 2016. Hafði þeim þá farið fjölgandi jafnt og þétt frá sumrinu árið 2009 þegar þeir voru 74,2 þúsund, eftir mikla fækkun frá árunum tveimur þar áður.

Á síðustu þremur árum hefur metfjöldi Íslendinga lagt hafa leið sína til útlanda um Keflavíkurflugvöll, og var aukningin veruleg í fyrra þegar fjöldinn var 668 þúsund Íslendingar.

Hélst eftirspurnin eins og áður segir svipuð framan af árinu, en um svipað leiti og Wow air lagði upp laupana í lok mars fór ferðum skiljanlega fækkandi. Einnig er líklegt að blíðviðri á sunnan- og vestanverðu landinu hafi haft áhrif.