*

miðvikudagur, 15. júlí 2020
Innlent 26. desember 2017 10:02

10 stærstu fyrirtækin á Íslandi

Viðskiptablaðið og Frjáls verslun gáfu nýlega út ritið 300 stærstu, þar sem finna má upplýsingar um stærstu fyrirtæki landsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Viðskiptablaðið og Frjáls verslun gáfu nýlega út ritið 300 stærstu, þar sem finna má upplýsingar um stærstu fyrirtæki landsins. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um stærstu fyrirtæki landsins raðað eftir veltu, en einnig eftir geirum, starfsmannafjölda, meðallaunum og á fleiri hátt.

Tíu stærstu fyrirtækin árið 2016, raðað eftir veltu eru eftirfarandi:

  1. Icelandair Group hf. Veltan árið 2016 var rúmir 155 milljarðar.
  2. Marel hf. Veltan árið 2016 var tæpir 130 milljarðar.
  3. Arion banki hf. Veltan árið 2016 var tæpir 99 milljarðar.
  4. Íslandsbanki hf. Veltan árið 2016 var rúmir 89 milljarðar.
  5. Samherji hf. Veltan árið 2016 var tæpir 85 milljarðar.
  6. Samskip hf. Veltan árið 2016 var rúmir 83 milljarðar.
  7. Landsbankinn hf. Veltan árið 2016 var rúmir 83 milljarðar.
  8. Hagar hf. Veltan árið 2016 var rúmir 80 milljarðar.
  9. Actavis Ísland. Veltan árið 2016 var rúmir 80 milljarðar.
  10. Alcoa Fjarðaál sf. Veltan árið 2016 var tæpir 70 milljarðar.

Fyrirtækin í efstu þremur sætunum voru í sömu sætum árið áður. Íslandsbanki var í 7. sæti árið áður og Samherji í því 9. og hreppti sætið af Samskipum, sem voru í 5. sæti árið 2015. Landsbankinn féll um nokkur sæti, en hann var í 4. sæti árið 2015 en Hagar skjótast inn á topp tíu listann úr 11. sæti árið 2015. Actavis lækkar um eitt sæti milli ára og Alcoa Fjarðaál um fjögur. Hagar eru eini nýliðinn á topp tíu listanum, borið saman við fyrra ár, en Icelandic Group er eina fyrirtækið sem ekki er lengur meðal tíu veltumestu fyrirtækja landsins sem var í efstu tíu sætunum í fyrra, en félagið er nú í 14. sæti listans.

Nánar er fjallað um málið í bókinni 300 stærstu. Hægt er að kaupa eintak af bókinni hér.

Stikkorð: 300 stærstu