*

sunnudagur, 5. desember 2021
Frjáls verslun 19. ágúst 2021 19:01

Tíu tekjuhæstu í fjármálageiranum

John Philip Madden var langtekjuhæstur meðal fólks í fjármálageiranum á síðasta ári með yfir 16 milljónir á mánuði að jafnaði.

Ritstjórn

John Philip Madden, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, var tekjuhæstur meðal starfsmanna fjármálafyrirtækja hér á landi á síðasta ári og námu tekjur hans að jafnaði um 16,4 milljónum króna á mánuði miðað við greitt útsvar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar þetta árið.

Arnar Scheving Thorsteinsson, sem var efstur á lista á síðasta lista, er annar á listanum með um 10,5 milljónir króna að jafnaði á mánuði og Höskuldur H. Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka er sá þriðji með um 9,4 milljónir að jafnaði.

Fjórði á listanum er Jón Sigurðsson, forstjóri og stjórnarformaður Stoða, með um 6,4 milljónir króna á mánuði að meðaltali en Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, er sá fimmti með um 4,4 milljónir mánaðarlega að jafnaði.

Tekjuhæsta starfsfólk fjármálafyrirtækja árið 2020:

  1. John Philip Madden, fyrrv. framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi - 16.407
  2. Arnar Scheving Thorsteinsson, fjármstj. - 10.516
  3. Höskuldur H. Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka - 9.350
  4. Jón Sigurðsson, forstjóri og stjórnarform. Stoða - 6.364
  5. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka - 4.402
  6. Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastj. eignast. Kviku - 4.072
  7. Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku - 4.063
  8. Brynhildur Georgsdóttir, forstöm. viðskþr. Íslandsstofa (áður Arion) - 3.946
  9. Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða - 3.943
  10. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gíslason, aðst.bankastj. Arion banka - 3.914

Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og öðrum aukastörfum og hlunnindum vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019, sem greiddur var árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Hafa verður í huga að inni í tekjunum getur líka verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignarsparnaði.

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.