Velta Skýrr var um 12 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2011. Velta samstæðunnar á sama tímabili á árinu 2010 nam 11,2 millljörðum og er því tekjuvöxtur um 10% á milli ára. Eigið fé í lok júní 2011 nam 3,5 milljörðum króna.EBITDA framlegð af reglubundnum rekstri var 511 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2011, samanborið við 468 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Aukning EBITDA er því um 9,2% milli ára.

Skýrr er með um 1.100 starfsmenn og viðamikinn rekstur í fjórum löndum. Skýrr er þannig móðurfélag þriggja rekstrarfélaga; HugarAx á Íslandi, Kerfi AB í Svíþjóð og Hands AS í Noregi, en til norska félagsins heyrir einnig Sia Aston Baltic í Lettlandi.