Í skýrslu, sem Ferðamálastofa gaf út fyrr á árinu, kemur fram að störfum í ferðaþjónustutengdum greinum hafi fjölgað um 5.900 eða 38% á árunum 2010 til 2014. Í síðasta ári voru 21.600 störf í greininni. Í skýrslu sem greiningardeild Arion banka kynnti um síðustu mánaðamót er því spáð að beinum störfum í ferðaþjónustu munu fjölga um 6.500 fram til ársins 2018 en að heildina verði um 10.000 ný störf í greininni.

„Spá um mannfjölda á vinnualdri gerir aðeins ráð fyrir 8.000 manna fjölgun. Því eru líkur á að flytja þurfi inni þúsundir starfa fyrir ferðaþjónustu næstu árin," segir í skýrslunni. Þetta rímar ágætlega við nýjar tölur um atvinnuleysi sem Hagstofa Íslands birti í vikunni. Samkvæmt þeim hefur ástandi á vinnumarkaði sjaldan verið betra. Atvinnuleysi í september mældist einungis 3,8%. Þegar tölur fyrir sama mánuð eru skoðaðar aftur tímann kemur í ljós að atvinnuleysi hefur ekki verið minna síðan í september árið 2008 þegar það mældist 2,6%.

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka, segist ekki sjá hvernig manna eigi öll þessi störf, sérstaklega þar sem atvinnustig í öðrum atvinnugreinum sé hátt.

„Að okkar mati er óumflýjanlegt að flytja þurfi inn starfsfólk til að ferðaþjónustan geti staðið undir þeim vexti sem framundan er," segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .