*

sunnudagur, 13. júní 2021
Innlent 9. mars 2021 14:51

10 vilja selja Landsbjörgu skip

10 aðilar taka þátt í útboði Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á þremur nýjum björgunarskipum, þar á meðal Rafnar og Trefjar.

Ritstjórn
Björgunarskipið Björg.

10 aðilar taka þátt í útboði Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á þremur nýjum björgunarskipum. Líkt og Fiskifréttir greindu frá er útboðið stærsta einstaka fjármögnunarverkefni sem Landsbjörg hefur ráðist í en fyrirhugað er að skipin verði tekin í notkun fyrir árslok 2023. Nýju björgunarskipin þrjú koma í stað eldri skipa.

Þátttakendur í útboðinu voru eftirfarandi:

  • Swede Ship Marine Aktiebolag
  • Maritime Partner A/S
  • Rafnar ehf.
  • Damen Shipyards Gorinchem
  • Norsafe AS
  • KewaTec Aluboat Oy Ab
  • Chantier Naval
  • Efinor Allais
  • MA‐RELL Boats Sweden AB
  • Trefjar ehf.

Af þeim tíu fyrirtækjum sem taka þátt eru tvö íslensk, Rafnar og Trefjar.