Hámark hefur verið sett á úttektir úr hraðbönkum á Kýpur. Hámarkið nemur 100 evrum á sólarhring sem samsvarar um 16 þúsund íslenskum krónum. Fjallað er um málið á vef Reuters.

Þessi aðgerð er gerð fyrir tilstilli seðlabankans á eyjunni og gildir í öllum bönkum. Hámarksúttektin tók gildi klukkan eitt í dag og stendur þar til bankar opna að nýju eða tilkynnt hefur verið um niðurstöður björgunaraðgerða fyrir bankakerfi eyjunnar. Bankar á Kýpur hafa nú verið lokaðir í viku en gert er ráð fyrir að þeir opni að nýju á þriðjudag.