Um 35 alþjóðleg fyrirtæki þurfa að greiða um það bil 700 milljónir evra, um það bil 100 milljarða króna í skatta í Belgíu.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu í dag að skattareglur í Belgíu væru andstæðar samkeppnislöggjöf sambandsins þar sem hún hyglaði alþjóðlegum fyrirtækjum á óeðlilegan hátt. Skattareglurnar veittu stórum alþjóðlegum fyrirækjum skattaafslætti, sem innlend, smærri fyrirtæki fengu ekki. Reglurnar heimiluðu fyrirtækjum að draga frá skatti svokallaðan umfram-hagnað sem stafaði af hagræði þess að vera alþjóðlegt fyrirtæki.

Þetta er nýjasta málið þar sem framkvæmdastjórnin dæmir um skattareglur sem eru hagstæðar stórum alþjóðlegum fyrirækjum, en undanfarið hefur framkvæmdastjórnin úrskurðað í málum sem vörðuðu m.a. Apple, Amazon og Starbucks.

Úrskurðurinn tekur meðal annars til belgíska bjórframleiðandann AB InBev. Þetta kemur illa við fyrirtækið en það stendur nú í flóknum samrunaviðræðum um kaup á næst-stærsta bjórframleiðandan í heimi, SAB Miller.