Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðum skuldbundið ríkissjóð til að taka þátt í nýjum útgjöldum sem kosta um 90 milljarða. Ef tekin eru með frumvörp um Lánasjóði íslenskra og frumvarp um almannatryggingar, sem ekki urðu að lögum, áformaði ríkisstjórnin að skuldbinda ríkissjóð á næsta kjörtímabili um meira en 100 milljarða í ný útgjöld. Kemur þetta fram í úttekt mbl.is .

Um er að ræða verkefni sem eiga að koma til framkvæmda á næsta kjörtímabili. Alþingi samþykkti fyrir þinglok frumvarp atvinnuvegaráðherra um heimild til handa ráðherra til að fjármagna uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi. Áætlað er að þetta kosti ríkissjóð rúmlega 3,4 milljarða á árunum 2013-2017. Aðeins á að verja 100 milljónum af upphæðinni á þessu ári.

Þá má nefna aðgerðir eins og samkomulag lífeyrissjóðanna og ríkissjóðs um lausn á vanda þeirra sem voru með lánsverð til íbúðakaupa, framkvæmdir vegna nýs húss íslenskra fræða og Vaðlaheiðarganga.