Bandarísk stjórnvöld hafa nú náð samkomulagi við Moderna um kaup á 100 milljón eintökum af bóluefni gegn kórónuveirufaraldrinum. Því er hvert sýni að kosta um 15 dollara, andvirði 2.060 krónur.

Bandaríkin munu koma til með að veita bóluefnið frá Moderna án endurgjalds og býðst að kaupa 400 milljón eintök til viðbótar við áðurnefnd 100 milljón eintök. Moderna hefur nú fengið um 950 milljónir dollara fyrir þróun sína og prófanir á bóluefni. Umfjöllun á vef WSJ.

Bandaríkin hafa nú eytt um 9 milljónum dollara vegna bóluefnis og keypt nokkur hundruð milljón bóluefni frá öðrum fyrirtækjum. Enn fremur hefur ríkisstjórnin vestanhafs fjárfest í rannsóknum og þróun og veitt rekstrarvörubirgðir líkt og nálar.

Ríkið greiddi um 19,5 dollara fyrir hvert bóluefni í samningi sínum við Pfizer en fjóra dollara fyrir hvern skammt frá vísindamönnum Oxford. Johnson & Johnson fékk um það bil 10 dollara fyrir hvert eintak er félagið samþykkti að veita ríkinu 100 milljón sýni.