Þegar Árni Stefánsson tekur við sem forstjóri Húsasmiðjunnar árið 2013 var fyrirtækið enn í mikilli endurskipulagningu og skilaði tapi af starfsemi sinni upp á rúmar 174 milljónir króna. Árið 2014 skilaði félagið hagnaði upp á tæpar 85 milljónir króna og að sögn Árna skilaði félagið einnig hagnaði í fyrra.

„Það gengur ágætlega hjá okkur í dag,“ segir Árni. „Húsasmiðjan hefur gengið í gegnum miklar breytingar eftir hrun. Um áramótin 2011/2012 þá kaupir danska fjölskyldufyrirtækið Bygma Gruppen Húsasmiðjuna en Bygma er mjög öflugt fyrirtæki. Þetta er stærsta byggingavörukeðjan sem er í eigu Dana og með víðtæka starfsemi í Skandinavíu. Við erum því með trausta og öfluga eigendur sem eru með framtíðarsýn og langtímahugsun. Þegar ég tók hér við vorið 2013 þá var tap af rekstrinum það ár líkt og árin eftir hrun. Síðan hefur félagið verið rekið með hagnaði árið 2014 og 2015. Við erum bjartsýn á framtíðina og sjáum að hlutirnir eru farnir af stað. Gruppen Húsasmiðjuna en Bygma er mjög öflugt fyrirtæki. Þetta er stærsta byggingavörukeðjan sem er í eigu Dana og með víðtæka starfsemi í Skandinavíu. Við erum því með trausta og öfluga eigendur sem eru með framtíðarsýn og langtímahugsun. Þegar ég tók hér við vorið 2013 þá var tap af rekstrinum það ár líkt og árin eftir hrun. Síðan hefur félagið verið rekið með hagnaði árið 2014 og 2015. Við erum bjartsýn á framtíðina og sjáum að hlutirnir eru farnir af stað.“

Hvað gerðuð þið til að snúa myndinni við?

„Það var búið að hagræða mikið eftir hrun í starfsmannafjölda og rekstrarkostnaði. Þegar mest var fyrir hrun voru yfir 1.000 starfsmenn á launaskrá og stöðugildi um 900. Í dag eru í kringum 460 starfsmenn í 350 stöðugildum. Þetta segir allt um sveiflurnar á íslenska markaðnum. Það þætti mjög óeðlilegt í rótgrónum fyrirtækjum erlendis að sjá svona miklar sveiflur.“

Nánar er rætt við Árna í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .