Seðlabankinn vinnur að útgáfu 10.000 króna peningaseðils sem stefnt að því að geti komist í umferð í fyrsta lagið haustið 2013. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á ársfundi bankans sem nú stendur yfir. Á seðlinum verður mynd sem tengist Jónasi Hallgrímssyni og lóunni.

Seðlabankinn Vaxta fundur sept 2010
Seðlabankinn Vaxta fundur sept 2010
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Már sagði í ræðu sinni m.a. verðlagsþróun og aukið seðlamagn í umferð hafa gefið tilefni til að meta þörfina fyrir útgáfu nýs peningaseðils með hærra verð.

Nýi seðllinn, að sögn Más, verður búinn fleiri og fullkomnari öryggisþáttum en hingað til hafa verið til staðar.

Eftir að Már greindi frá nýja peningaseðlinum á ársfundinum fór hann með ljóð Jónasar Að vaði liggur leiðin frá árinu 1845. Hann sagði margt sameiginlegt með því og þeim viðfangsefnum sem Seðlabankinn standi nú frammi fyrir.

„Frammi fyrir slíkum áskorunum þurfi vissulega skipulag og fyrirhyggju. Við förum ekki yfir ána nema þar sem fært er. En til að komast yfir þarf að lokum þrek og þor,“ sagði Már.

Svona er ljóðið:

„Að vaði liggur leiðin

lífs á fljótið, en brjóta

háa bakka hvekkir;

hafurmylkingar fylkja;

yfir ættum að klifa

ofar þá, ef guð lofar;

drögum ei par að duga,

en dengjum oss í strenginn!“

Jónas Hallgrímsson
Jónas Hallgrímsson
© BIG (VB MYND/BIG)