101 Hótel, sem er á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu, tapaði 57,7 milljónum króna árið 2020, samanborið við 71,7 milljóna tap árið 2019 en afkoma hótelsins var jákvæð árin þar á undan.

Velta hótelsins dróst saman um 76% á milli ára og nam 101 milljón árið 2020. Ársverkum fækkaði úr 22 í 4,5 en laun og launatengd gjöld námu 74 milljónum króna.

Eignir félagsins námu 230 milljónum, eigið fé var 146 milljónir og eiginfjárhlutfallið var því 63,5% í árslok 2020. 101 Hótel er í eigu Ingibjargar S. Pálmadóttur og tengdra aðila.