Rekstraráætlun Avion Group gerir ráð fyrir rekstrarbata í öllum þremur afkomueiningum á næsta ári. Þetta kom fram á fundi með fréttamönnum fyrr í dag. Gert er ráð fyrir að hagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir aukist úr 119 milljónum bandaríkjadala í 165 milljónir dala eða 10,3 milljarða króna.

Eimskip gerir ráð fyrir auknum hagnaði á næsta ári og áframhaldandi endurskipulagningu og hagræðingu í rekstri. Markmið um aðgerðir til að hækkandi hagnaðarstig hafa verið gefnar út á markaði á síðustu árum og þau staðist segir í frétt félagsins.

Rekstur Charter & Leisure félaga varð fyrir talsverðum skakkaföllum vegna mikilla og hraðra hækkana á eldsneytisverði á síðasta ári. Forráðamenn félagsins segja að rekstur yfirstandandi rekstrarárs hefur verið varin fyrir slíkum hækkunum.

Rekstur Air Atlanta mun einkennast af áframhaldandi samrunaferli, einblínt verður á aukna arðsemi af verkefnum félagsins og áhersla lögð á að uppskera ávinning af sameiningu Air Atlanta og Íslandsflugs með auknu kostnaðaraðhaldi.

Talsverð árstíðasveifla er í rekstri samstæðunnar. Hagnaður félagsins myndast að öllu jöfnu á síðari hluta fjárhagsársins. Gera má ráð fyrir tapi á fyrri árshelmingi.