Hagnaður Horns, eignarhaldsfélags Landsbankans, eftir skatta nam 10,3 milljörðum króna á síðasta ári. Eigið fé nam í árslok 23,6 milljörðum. Arðsemi eigin fjár var 41,5%.

Horn birti ársreikninginn á heimasíðunni sinni í dag. Arðgreiðsla til eiganda, sem er Eignarhaldsfélag Landsbankans ehf., nam 19 milljörðum króna. Sú greiðsla var annars vegar arðgreiðsla að fjárhæð 10 milljarðar króna og hins vegar keypti Horn eigin bréf fyrir 9 miljarða, að því er segir í tilkynningu á heimasíðu Horns. Samkvæmt ársreikningi nema skuldir Horns alls um 6,1 milljarði króna.

Hækkun á þremur lykileignum er sagður skýra megnið af hagnaði síðasta árs. Marel hækkaði í verði sem skilaði innleystum hagnaði við sölu bréfa í félaginu, en alls seldi það 13,6% hlut í Marel á síðasta ári.

„Framtakssjóður Íslands slhf.(FSÍ) keypti 49,5% hlutí Promens og er eignarhlutur Horns eftir það bókaður á kaupverði FSÍ sem skilaði Horni hagnaði. Eyrir Invest ehf. hækkaði í verði og var stór hluti þess hagnaðar innleystur á árinu eftir að Landsbankinn keypti helminga feignarhluta Horns. Á árinu 2011 seldi Horn kjarnaeignir fyrir sem nemur tæplega 33,5 ma.kr. en fjárfesti jafnframt íkjarnaeignum fyrir um 16ma.kr. Þá seldi Horn ennfremur nokkuð af minni óskráðum eignum sínum.“