*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 8. apríl 2016 12:14

10,4 milljarða hagnaður frá 2011

Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 1,8 milljarða króna á síðasta ári en fyrirtækið er mjög umsvifamikið.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) velti nam um 30 milljörðum króna í fyrra samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Hagnaður fyrirtækisins nam 1,8 milljarði. Aðalfundur fyrirtækisins verður haldinn um miðjan mánuðinn.

Í fyrra nam hagnaður KS 2,1 milljarði króna. Frá árinu 2011 til 2015 nemur samanlagður hagnaður fyrirtækisins 10,4 milljörðum króna. KS er umsvifamikið fyrirtæki, sem rekur meðal annars mjólkursamlag, kjötafurðastöð og verslanir. Stærsta eign KS er FISK-Seafood sem er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. FISK-Seafood á, ásamt Samherja, stóran hlut í hlut í Olís. Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri KS.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is