Alls bárust Vinnumálastofnun þrjár tilkynningar um hópuppsagnir í janúarmánuði þar sem 104 manns var sagt upp störfum. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar .

Fram kemur að fólkinu sem sagt hefur verið upp hafi starfað hjá fjármálafyrirtæki, við rekstur stórmarkaðar og við rekstur íþróttamannvirkis. Mestu munar þar líklega um uppsagnir Landsbankans, sem sagði upp 43 starfsmönnum í síðustu viku.

Flestar uppsagnirnar munu taka gildi á tímabilinu mars til ágúst 2015.