*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 17. apríl 2017 18:11

105 milljóna króna hagnaður

Samstæða Expectus hagnaðist um tæpar 105 milljónir króna í fyrra.

Ritstjórn
Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Expectus.
Haraldur Guðjónsson

Samstæða ráðgjafafyrirtækisins Expectus hagnaðist um tæpar 105 milljónir króna árið 2016, samanborið við 66 milljóna króna hagnað árið 2015.

Rekstrartekjur félagsins í fyrra námu 454,3 milljónum og rekstrargjöld 325,9 milljónum. Rekstrarhagnaður félagsins nam 128,5 milljónum.

Eigið fé félagsins nam í árslok 118,6 millj­ ónum króna samanborið við 155,5 milljónir árið áður. Skuldir Expectus námu 110,8 milljónum í lok árs 2016 samanborið við 78 milljónir árið áður.

Stærsti hluthafi í Expectus er félagið Promigo ehf. sem á 53,62% eignarhlut. Stjórn félagsins leggur til að á árinu 2017 verði greiddar 92,4 milljónir króna í arð til hluthafa. 

Stikkorð: Uppgjör Expectus
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is