Samfara auknum straumi erlendra ferðamanna til landsins hefur þeim flugfélögum sem fljúga til landsins fjölgað mikið undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia flugu einungis tvö flugfélög til landsins árið 2004 en það voru Icelandair og Iceland Express. Á þessu ári fljúga 23 flugfélög til landsins. Á ellefu árum hefur flugfélögunum því fjölgað um 21 eða 1.050%.

Nokkuð reglulega birtast fréttir af erlendum flugfélögum sem hafa ákveðið að leggja leið sína til Íslands. Eins og staðan er í dag er munu 27 flugfélög fljúga hingað á næsta ári og er alls ekki útilokað að þau verði enn fleiri.

Af þeim 23 flugfélögum sem flogið hafa til landsins á þessu ári flugu átta allt árið en það voru Icelandair, Wow, easyJet, SAS, Norwegian, Wizz, Air Berlin og Primera Air. Einungis þrjár vikur eru síðan British Airways hóf áætlunarflug hingað en líkt og hin átta hyggst félagið fljúga hingað allt árið.

flugfélög
flugfélög

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .