Tólf mánaða aukning reiðufjár til októberloka fyrir utan Seðlabanka og innlánsstofnanir í lok október þessa árs var 10,6%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútgefnu riti Seðlabanka Íslands, Fjármálainnviðir .

„Þrátt fyrir mikla notkun rafrænnar greiðslumiðlunar á Íslandi og litla notkun reiðufjár voru um 49,9 ma.kr. í seðlum og mynt í umferð fyrir utan Seðlabanka og innlánsstofnanir í lok október þessa árs,“ segir í kafla um bankans um reiðufé.

Aukning reiðufjár í umferð í fyrra var 4,9 milljarðar króna eða 11,1% en var 5,8% árið þar á undan. „Ekki er augljóst  hvernig eigi að útskýra þessa nafnverðsaukningu reiðufjár. Hún verður ekki bara skýrð með verðbólgu og hagvexti. Líklegt er að fjölgun erlendra ferðamanna skýri hluta af þessari aukningu. Gögn um íslenskt reiðufé sem erlendir ferðamenn koma með til Íslands styðja þá tilgátu.“