Heildarviðskipti með skuldabréf námu 106 milljörðum í maímánuði. Það samsvarar 5,3 milljarða veltu á dag. Þetta er 1% lækkun frá fyrri mánuði þegar viðskipti námu 5,4 milljörðum á dag og 38% lækkun frá fyrra ári en þá námu viðskipti í maí 8,5 milljörðum á dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni.

Alls námu viðskipti með ríkisbréf 89,4 milljörðum, viðskipti með bankabréf námu 6,8 milljörðum og viðskipti með íbúðabréf námu 5,8 milljörðum. Mest voru viðskipti með RIKB 20 0205 eða 24,1 milljarður, RIKB 19 0226 eða 16,4 milljarðar, RIKB 22 1026 með 15,0 milljarða, RIKB 25 0612 með 11,7 milljarða króna viðskipti og RIKB 31 0124 þar sem viðskipti voru 10,7 milljarðar.

Á skuldabréfamarkaði var Arion banki með mestu hlutdeildina eða 22,6% allra skuldabréfa eða 19,1% á árinu. Íslandsbanki var þá með 20,5% og jafn mikið og Arion banki á árinu eða 19,1%. Þá var Kvika banki með 18,8% í mánuðinum en með hæstu hlutdeildina á árinu eða 23,6%.