Endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Ernst & Young á Íslandi (EY) hagnaðist um 106 milljónir króna á síðasta rekstrarári. Hagnaðurinn jókst um rúmar 60 milljónir frá fyrra rekstrarári.

Velta félagsins nam 1,2 milljörðum króna og jókst um 200 milljónir frá fyrra rekstrarári þegar veltan var milljarður króna. Eignir EY námu 456 milljónum króna í lok tímabilsins og eigið fé 149 milljónum króna.

Laun og launatengd gjöld félagsins námu 908 milljónum króna á síðasta rekstrarári og jókst um 125 milljónir á milli rekstrarára.

Greiddur var út 51 milljóna króna arður til hluthafa fyrirtækisins vegna fyrra rekstrarárs, sem er nánast sama upphæð og á síðasta rekstrarári þegar greiddur arður nam 54 milljónum króna.

Margrét Pétursdóttir er forstjóri EY á Íslandi.