Heildarverðmæti alls reiðufjár sem var í umferð utan fjárhirslna Seðlabanka Íslands nam 49.995.315.000 kr. í lok desember 2014. Þetta kemur fram í nýjum hagtölum Seðlabanka Íslands.

Þar var heildarverðmæti seðla 47.040.750.000 kr. Mest var í umferð af fimmþúsund króna seðlum, sé litið til verðmætis, en heildarverðmæti þeirra nam 28.156.000.000 kr. Þar á eftir kemur tíuþúsund króna seðillinn, með heildarverðmæti sem nemur 13.156.000.000 kr.

Sé hins vegar litið til einingafjölda var langsamlega mest af einnar krónu myntum í umferð, eða 107.026.000 talsins. Tvöþúsund króna seðlar eru sjaldgæfastir, en einungis 130.000 slíkir eru nú í umferð.

Í lok desember 2013 var heildarverðmæti reiðufjár í umferð um 44 milljarðar króna og nemur aukningin um það bil 5,8% á milli ára.