Greiningardeild Arion banka vonar að fleiri sjávarútvegsfyrirtæki en HB Grandi sjái tækifæri í því að skrá sig á markað. Bendir deildin á að árið 1999 hafi 24 sjávarútvegsfyrirtæki verið á markaði.

„HB Grandi er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og er stærsti handhafi íslenskra aflaheimilda. Félagið er eina sjávarútvegsfyrirtækið sem er með hluti sína skráða í Kauphöll Íslands og þannig má segja að rúm 11% aflaheimilda við Ísland séu skráð í Kauphöll í gegnum HB Granda,“ segir í fréttabréfi greiningardeildarinnar.

Þá kemur fram að markaðsvirði fyrirtækisins sé tæplega 57 milljarðar króna sem sé 9% af heildarverðmæti allra skráðra hluta í Kauphöllinni. „Líklega er það einsdæmi að sjávarútvegur sé svo stór hluti af samanlögðu markaðsvirði hlutabréfa nokkurrarkauphallar.“