11% atvinnuleysi var á evrusvæðinu í apríl sem er sama hlutfall og í mars. Atvinnuleysi hefur ekki verið meira síðan mælingar hófust árið 1995.

Verst er ástandið á Spáni en þar er hlutfall atvinnulausra 24,3%. Minnst var atvinnuleysið í Austurríki eða 3,9%. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Í 27 löndum Evrópusambandsins var atvinnuleysið 10,3% . Smávægileg aukning var á milli mánaða í Frakklandi og á Ítalíu og er hlutfall atvinnulausra þar nú 10,2%. Jákvæð þróun var í Þýskalandi á tímabilinu en þar minnkaði hlutfallið úr 5,5% í 5,4%.