Í yfirlýsingu frá Toyota, annars stærsta bifreiðaframleiðandi í heimi, kemur fram að 11% aukning í hafi orðið í tekjum fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Aukningin mun fyrst og fremst stafa af veikingu jensins og mikilli sölu á Camry fólksbílum í Evrópu og Asíu. Í kjölfar góðs gengis á öðrum ársfjórðungi hefur Toyota hækkað spár um væntanlegan hagnað á árinu.

Hagnaður af starfsemi Toyota í Asíu ríflega tvöfaldaðist á öðrum ársfjórðungi og vó á móti minnkandi tekjum í Japan of Norður Ameríku. Fyrirtækið hefur aukið framleiðslu sína á pallbílum, fjölnotabílum og sportbílum í Taílandi, Indónesíu, Argentínu og Suður Afríku en í þeim löndum eru framleiddir bílar sem fluttir eru til rúmlega 140 landa.

Til samanburðar er reiknað með að General Motors, stærsti bílaframleiðandi í heimi, birti í dag uppgjör fyrir sama tímabil og að þar verið greint frá mesta tapi í sögu fyrirtækisins á einum ársfjórðungi.