Bandaríska alríkisstofunin Federal Deposit Insurance Corporation (FDIC) hefur tekið yfir ellefu banka það sem af er þessu ári.  Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar.

Stofnunin tók á föstudag yfir fjóra banka í ríkjunum Colorado, Nýju Mexíkó, Oklahoma og Wisconsin. Stærstur bankanna er First Community Bank í Taos, Nýju Mexíkó, sem átti 2,3 milljarða dala í eignir.  HInir bankarnir þrír eru mun minni.

Árið 2010 tók stofnunin yfir 157 banka og árið 2009 voru þeir 140.