Í febrúar árið 2017 flutti Icelandair ríflega 200 þúsund farþega og voru þeir 11% fleiri en í febrúar á síðasta ári, þegar þeir voru tæplega 181 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar.

Framboðsaukning á milli ára nam 18% og sæta og sætanýting var 75,9% samanborið við 79% í sama mánuði í fyrra.

Farþegar hjá Flugfélagi Íslands voru tæplega 23 þúsund í febrúar og fjölgaði um 2% milli ára. Framboð flugfélagsins var aukið um 29% samanborið við febrúar 2016 og skýrist það af flugi til Aberdeen sem flogið er í samstarfi við Icelandair og hófst í mars í fyrra. Sætanýting nam 68,2%.

Sjómannaverkfall hafði áhrif

Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 7% á milli ára. Fraktflutningar drógust saman um 13% frá síðasta ári. Skýrist það af verkfalli sjómanna á Íslandi sem hefur haft í för með sér samdrátt í útflutningi á fiski.

Herbergjanýting á hótelum félagsins jókst á milli ára og var 85,6% samanborið við 84% í fyrra.