Regluleg laun voru að meðaltali 1,7% hærri á öðrum ársfjórðungi 2015 en á ársfjórðungnum á undan. Þetta kemur fram í mælingu á launavísitölu Hagstofunnar. Árshækkun frá öðrum ársfjórðungi 2014 var 5,7% að meðaltali, hækkunin var 4,8% á almennum vinnumarkaði og 7,8% hjá opinberum starfsmönnum. Þar af hækkuðu laun ríkisstarfsmanna um 5,1% og laun starfsmanna sveitarfélaga um 11,0%.

Í vísitölunni gætir áhrifa tvennra kjarasamninga við Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þá voru undirritaðir kjarasamningar á milli Samtaka Atvinnulífsins og stærstu aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands 29. maí síðastliðinn en áhrifa þeirra samninga koma ekki að fullu fram fyrr en á þriðja ársfjóðrungi 2015.

Nánar er fjallað um málið á vef Hagstofunnar .