Ráðist var á lögregluvarðstöð í suðvesturhluta Tyrklands í morgun með bílsprengju, létust 11 lögreglumenn og 78 aðrir særðust.

Yfirvöld kenna kúrdískum aðskilnaðarsinnum um árásina, sem gerðist við varðstöð um 50 metra frá aðallögreglustöðinni við bæinn Cizre, í Sirnak héraði sem liggur við landamærin að Sýrlandi, en þar íbúar þar eru að mestu kúrdískir.

Aðskilnaðarsinnar kúrdíska minnihlutans

Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér, en átök hófust á síðasta ári á ný milli kúrdíska verkamannaflokksins, PKK, sem berst fyrir sjálfstæðu ríki kúrda í héruðum þar sem þeir eru í meirihluta innan Tyrklands.

Vopnahlé hafði ríkt í tvö ár þar á undan við hryðjuverkasamtökin, en síðan því lauk hafa hundruð liðsmenn öryggissveita landsins látið lífið.

Sjálfsmorðssprengjuárásir íslamska ríkisins

Jafnframt hafa verið framkvæmdar árásir í landinu sem hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið (einnig kallað ISIS eða Daesh), eru talin bera ábyrgð á.

Þar á meðal sjálfsmorðsprengjuárás í kúrdísku brúðkaupi í suðvesturhluta Tyrklands í síðustu viku, þar sem 54 manns létust og árás á aðalflugvöll Istanbúl í júní þar sem 44 létu lífið.

Skriðdrekar til Sýrlands

Í síðustu viku sendi Tyrkland skriðdreka yfir landamærin til Sýrlands til að hjápa uppreisnarmönnum að taka til baka bæ sem íslamska ríkið hafði haldið.

Gerist þetta allt í kjölfar þess að landið er enn að jafna sig eftir valdaránstilraun 15. júlí síðastliðinn þar sem að minnsta kosti 270 manns létu lífið.

Ríkisstjórnin hefur kennt stuðningsmönnum klerksins Fethullah Gulen um og er enn í gangi viðamiklar aðgerðir til að hreinsa þá úr öllum lögum stjórnkerfisins og úr öðrum samfélagsinnviðum, en samtökin hafa sterk tengsl við marga skóla, hjálparstofnanir og fyrirtæki.