Vörustjórnunarfyrirtækið Parlogis skilaði 123 milljóna króna tapi á síðasta rekstrarári, samanborið við 72 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega 11 milljörðum króna og eignir námu rúmlega 3,5 milljörðum króna. Eigið fé félagsins nam 558 milljónum króna og eiginfjárhlutfall var því 16% í árslok 2017.

Hálfdán Guðni Gunnarsson er forstjóri félagsins en félagið er að fullu í eigu Lyfjaþjónustunnar ehf.