*

laugardagur, 18. september 2021
Innlent 9. maí 2021 13:26

1,1 milljarðs hagnaður Benchmark

Velta Benchmark Genetics, sem áður hét Stofnfiskur, jókst um 14% og nam tæpum 4 milljörðum í fyrra.

Ritstjórn
Jónas Jónasson er framkvæmdastjóri Benchmark.
Aðsend mynd

Hagnaður Benchmark Genetics, áður Stofnfiskur hf., á síðasta reikningsári sem lauk í lok september var 1,1 milljarður sem er 5% samdráttur frá árinu áður þegar hagnaður var 1,16 milljarðar. Velta félagsins nam 3,89 milljörðum sem er 14% aukning á milli ára.

Tekjur félagsins, líkt og árið áður, komu mestmegnis frá seldum afurðum, hrognum og seiðum. Eignir félagsins jukust um 11% og  námu 6,36 milljörðum fyrir árið. Þá var eigið fé félagsins 5,1 milljarður sem er 28% aukning frá 2019. Eiginfjárhlutfall félagsins var 80% miðað við 69% árið áður.

Í skýrslu stjórnar kemur fram að eftirspurn eftir hrognum hafi verið stöðug þrátt fyrir að eftirspurn eftir laxi hafi dregist saman. Félagið er í ábyrgð fyrir 19 milljörðum króna fyrir skuldum móðurfyrirtækisins í Noregi.

Stikkorð: Benchmark Genetics