Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) greiddi rúmlega 13.609 milljónir í lífeyri árið 2017. Það er nærri 11% aukning frá árinu áður, þegar greiðslurnar voru samtals 12.281 milljón. Heildargreiðslur lífeyris úr LV á árinu 2017 jafngilda því að greiddar hafi verið að meðaltali 1.134 milljónir á mánuði samanborið við 964 milljónir árið áður.

Á sama tíma fjölgaði lífeyrisþegum úr 14.736 að meðaltali yfir árið í 15.946, eða um 8,2%. Stærsti hluti lífeyrisgreiðslna kemur úr samtryggingardeild. Þar er ellilífeyrir fyrirferðarmestur og nam 9.408 milljónum á árinu, sem er 11,7% meira en árið áður þegar greiðslurnar voru 8.419 milljónir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .