*

mánudagur, 27. janúar 2020
Innlent 1. apríl 2019 15:42

11 missa vinnuna hjá Securitas

Starfsmenn við flugöryggisþjónustu í Keflavík meðal þeirra sem misstu vinnuna fyrir helgi.

Ritstjórn
Ómar Svavarsson er forstjóri Securitas.

Fyrir helgi sagði öryggisþjónustufyrirtækið Securitas upp ellefu starfsmönnum í flugöryggisþjónustu að því er RÚV greinir frá.
Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá hefur fjöldi uppsagna verið síðustu daga í kjölfar gjaldþrots Wow air, en Vinnumálastofnun hefur sagt að um 1.600 manns hafi misst vinnuna í marsmánuði.

Ómar Svavarsson forstjóri Securitas segir samdrátt og fækkun verkefna m.a. vegna gjaldþrots Wow, ástæðu uppsagnanna, en hann segir starfsmennina hafa starfað á Reykjanesi og útibúum fyrirtækisins.

Sumir hætti strax, en aðrir vinni út uppsagnarfrestinn, en hann segir að ekki verði fækkað í hópi sumarstarfsmanna enda þurfi starfsmenn að komast í sumarfrí. Ekki er um hópuppsögn að ræða enda starfa um 550 manns hjá fyrirtækinu.