11 manns var sagt upp hjá söluskrifstofu SÍF nú fyrir mánaðamót og jafngildir þetta fækkun 14 stöðugilda. Að sögn Arnar Viðars Skúlasonar, aðstoðarforstjóra SÍF og framkvæmdastjóra söluskrifstofu SÍF á Íslandi eru uppsagnirnar eingöngu hjá söluskrifstofunni hér á landi sem er sjálfstæð eining innan samstæðu SÍF. "Við erum stöðugt að leita leiða til að draga úr kostnaði og auka samkeppnishæfi fyrirtækisins," sagði Örn Viðar og benti á að uppsagnirnar nú yrði að skoðast í samhengi við það að sjávarútvegurinn hér á landi ætti undir högg að sækja og því hefði fyrirtækið orðið að bregðast við samdrætti með þessum hætti.