11.500 einstaklingar og fyrirtæki hafa skráð sig í eignarstýringu hjá Danske Bank í gegnum þjarkann June síðustu 18 mánuði.

Viðskiptavinir geta valið úr nokkrum sjóðum sem samanstanda af misjöfnum hlutföllum skuldabréfa, hlutabréfa og misjafnri dreifingu milli landa.

Séu viðskiptavinirnir óvissir um hvaða leið henti þeim best taka þeir stutt próf á netinu sem gefi betri upplýsingar um hvers konar eignasafn henti þeim best.

June er beint að einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Hægt er að fjárfesta fyrir allt að eina milljón danskra króna, um 16,5 milljónir íslenskra króna.

Jakob Beck Thomsen, vörustjóri hjá Danske Bank, segir að June hafi laðað fjölda viðskiptavina að fyrirtækinu. Því leysi June ekki starfsmenn af hólmi heldur styðji við fyrri starfsemi bankans. Hins vegar sé sjálfvirkni að teygja sig inn á sífellt fleiri svið innan Danske Bank.