Hlutafé Destination Blue Lagoon ehf., sem er í eigu Bláa lónsins og Hópbíla, var aukið um 110 milljónir í desember með því að breyta lánum frá félögunum í hlutafé. Destination Blue Lagoon hóf í fyrra rútuferðir til og frá Bláa lóninu til Keflavíkurflugvallar annars vegar og Reykjavíkur hins vegar.

„Það hefur gengið mjög vel og í samræmi við okkar áætlanir,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Hann segir að stofnfé félagsins hafi verið í formi lána sem ákveðið hafi verið að breyta í hlutafé.