Þrátt fyrir allt tal um vaxtarbrodd í ferðaþjónustu í kreppunni, þá er staðreyndin sú að erlendum ferðamönnum hefur fækkað og meðalnýting á hótelherbergjum fyrstu 10 mánuði ársins hefur versnað og er aðeins um 61%. Nýtingin þyrfti að vera um 70% að mati rekstaraðila. Samt er fyrirhugað að auka gistirými á höfuðborgarsvæðinu um ríflega þriðjung, eða um 1100 herbergi í fimm nýjum hótelum. Spár benda þó til að þróunin á næstu árum með lágu gengi krónunnar geti réttlætt slíkt, - ef allt gengur upp. - Sjá nánar úttekt í Viðskiptablaðinu í dag