Gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch þýðir ennfremur að um 750.000 manns eiga flug hjá félaginu, sem þau geta ekki nýtt. KPMG, sem hafa tekið félagið yfir í gjaldþrotameðferð, segir hins vegar að „mikill meirihluti“ þeirra sem höfðu keypt flug hjá félaginu fái það endurgreitt - með einum eða öðrum hætti.

Í frétt á vef BBC kenna stjórnendur félagsins kenna hrypjuverkaárásum í Túnis og Egyptlandi og veiku pundi um gjaldþrot félagsins. Talsmaður Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, segir ráðherra finna afskaplega mikið til með þeim sem lenda í ógöngum vegna aðstæðnanna.

Monarch var fimmta stærsta flugfélag Bretlands og það stærsta til að leggja upp laupana.