Hagnaður KredittBanken var 111 milljónir íslenskra króna (NOK 10,975 milljónir) á þriðja ársfjórðungi 2005. Heildar vaxtatekjur voru 236 milljónir íslenskra króna (NOK 23,384 milljónir), aðrar tekjur voru 59 milljónir (NOK 5,867 milljónir). Útgjöld voru 159 milljónir (NOK 15,773 milljónir). Framlag í afskriftareikning útlána var 18 milljónir króna (NOK 1,787 milljónir). Hagnaður fyrir skatta var 154 milljónir króna (NOK 15,265).

Á fyrstu níu mánuðum ársins voru heildar vaxtatekjur 577 milljónir íslenskra króna (NOK 57,099 milljónir), aðrar tekjur voru 170 milljónir (NOK 16,821 ), útgjöld voru 391 milljón (NOK 38,680). Hagnaður fyrir afskriftir og skatta voru 356 milljónir króna (NOK 35,240 milljónir), samanborið við 203 milljónir (NOK 20,129) fyrstu níu mánuði ársins 2004. Það er 302 milljónir (NOK 29,916 milljónir) samanborið við 98 milljóna króna (NOK 9,683 milljónir) hagnað fyrir ári síðan.

Lánasafn KredittBanken óx um 5,76 milljarða (NOK 570 milljónir) á þriðja ársfjórðungi í 30,9 milljarða (NOK 3.060 milljónir). Heildareignir voru 39,9 milljarðar íslenskra króna (NOK 3.950 milljónir) í lok tímabilsins. Vöxturinn skýrist að mestu með aukinni útlánastarfsemi til skipasmíða og strandsiglinga á sviði vöruflutninga- og dráttarbáta (e. offshore supply vessels) og framleiðslufyrirtækja.