Alls afgreiddi Íbúðalánasjóður tæpar 11.000 umsóknir um almenn íbúðalán á síðasta ári en afgreiddum umsóknum fækkaði um 11,2% á milli ára. Heildarfjárhæð almennra íbúðalána nam 54,6 milljörðum kr. og hækkaði um 9,4% á milli ára. Meðalfjárhæð almennra lána var því um 5 milljónir króna. Til samanburðar hefur meðalfjárhæð verðtryggðra íbúðalána bankanna verið í kringum 11 milljónir frá því þeir hófu að bjóða slík lán í samkeppni við Íbúðalánasjóð í lok ágúst.

Í Morgunkorni Íslandsbanka eru leiddar að því lýkur að meðalfjárhæð almennra lána Íbúðalánasjóðs hækki verulega á þessu ári í ljósi rýmri lánaheimilda, hækkandi íbúðaverðs og samstarfs við sparisjóði.